Privacy policy
4E Verslun kann að safna, nota, geyma eða flytja mismunandi flokka persónuupplýsinga um viðskiptavini sem skipta má í eftirfarandi flokka
Auðkennisupplýsingar: Nafn, kyn og kennitala
Samskiptaupplýsingar: Netfang og póstnúmer
Upplýsingar um kaupsögu: Yfirlit yfir þær vörur sem hafa verið keyptar í gegnum vefverslun 4e
4E Verslun safna ekki viðkvæmum persónuupplýsingum á borð við kynþátt, uppruna, trúarbrögð, kynhneigð, pólitískar skoðanir, aðild í stéttarfélög og svo framvegis.
Tilgangur öflunar
4E Verslun nýtir persónuupplýsingar til þess að greina betur þarfir viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Með þeim hætti getur 4E verslun ákveðið hvaða vörur eiga að vera í birtingu á vefverslun og hvaða efni á að miðla áfram til viðskiptavina í markaðslegum tilgangi
Áskrifendur á póstlista geta hvenær sem er óskað eftir því að ekki verði sent markaðsefni til þeirra með því að afskrá sig af póstlista. Hægt er að gera það með því að smella á tengil sem er neðst í öllum tölvupóstum frá 4E Verslun.
Taka skal fram að ef áskrifandi á póstlista afskráir sig af póstlista mun sá aðili ekki lengur fá markaðsefni sent frá 4E Verslun. 4E Verslun er ennþá heimilt að vinna með persónuupplýsingar aðila sem tengjast kaupum á vörum og viðskiptasögu.